Nýjast á Local Suðurnes

Starf í leik- og grunnskólum gengur vel þrátt fyrir miklar takmarkanir

Mynd: Facebook- Ozzo

Starfsemi leik- og grunnskóla gengur vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður og miklar takmarkanir á starfi. Einn leikskóli er lokaður eftir að upp kom kórónuveirusmit hjá starfsmanni.

Flestir grunnskólar í Reykjanesbæ vinna eftir sama kerfi, það er að nemendur í yngri bekkjum mæta annan hvern dag til skóla og nemendur eldri deilda vinna að heiman og fá aðstoð frá kennurum í gegnum veraldarvefinn. Þá hefur skólunum verið skipt upp í sóttvarnarrými og er enginn samgangur þar á milli.

Starfsemi leikskólanna er með sviðpuðu sniði og grunnskólanna, hvert barn mætir annan hvern dag eða 2 daga í röð eina vikuna og 3 aðra, en aðgengi foreldra inn í leikskólanum verður mjög takmarkað. Þá hefur opnunartími leikskóla verið styttur, en flestir loka nú klukkan 15:00.

Á fundi neyðarstjórnar Reykjanesbæjar kom fram að hingað til hafi kennsla gengið vel. Leikskólinn Tjarnarsel í Keflavíkurhverfi er þó lokaður til 28. mars næstkomandi eftir að starfsmaður greindist með kórónuveitusmit. Tuttugu og tveir kennarar og jafnmörg börn sæta sóttkví.