sudurnes.net
Stálu vespu og létu greipar sópa í töskugeymslu - Local Sudurnes
Piltar sem komust inn í töskugeymslu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni létu greipar sópa. Þeir stálu meðal tveimur fartölvum, þremur farsímum, hleðslusnúrum, usb-lyklum og dýrum merkjafatnaði úr töskunum. Piltarnir fóru nokkrar ferðir í geymsluna og notuðu við þær vespu sem einn þeirra hafði stolið nokkrum dögum áður. Lögreglan á Suðurnesjum hafði hendur í hári piltanna og var þýfinu, sem fannst hjá þeim, komið í réttar hendur. Þeir játuðu verknaðinn. Meira frá SuðurnesjumÍ gæsluvarðhald eftir að hafa látið greipar sópa í fríhöfninniVerðmætum stolið úr húsbílDýrum tækjum stolið í innbrotiVerkfærum og dýrum reiðhjólum stoliðÓvenju mörg þjófnaðarmál – Dýrum tækjum stoliðFöstudagsÁrni spáir í brjóstagjöf á þingi og RonaldoKeilir eykur námsframboð – Nám í fótaaðgerðafræðum hjá KeiliEldspúandi á baðfötum í saltgeymslu í leyfisleysiHandtekin eftir að hafa látið greipar sópaHollur Suðurnesjaskyndibiti á Secret Solstice