Nýjast á Local Suðurnes

Stálu slatta af áfengi úr ólæstum bílskúr

Tilkynning um áfengisstuld úr bílskúr barst lögreglunni á Suðurnesjum um helgina. Sá eða þeir sem þar voru á ferð höfðu á brott með sér góðan slatta af  bjór, hvítvín, rauðvín og gin. Bílskúrinn var ólæstur og ekki vitað hverjir stóðu fyrir hnuplinu.

Þá var lögregla kvödd að gistiheimili í umdæminu þar sem grunur lék á að tveir gestir í einu herbergjanna væru með fíkniefni. Sú reyndist vera raunin því á náttborðum í herberginu voru bæði meint kannabisefni og kókaín. Annar gestanna játaði eign sína á efnunum.