sudurnes.net
Stálu númeraplötum af bifreiðum í skjóli nætur - Local Sudurnes
Svo virðist sem óprúttnir aðilar hafi farið um íbúðahverfi í Innri-Njarðvík í nótt og stolið númeraplötum af bifreiðum. Þetta kemur fram í umræðum í íbúahópi á Facebook. Málshefjandi segist vita um þrjú dæmi hið minnsta og fleiri bætast við í umræðum. Athyglisvert er að flestar plöturnar virðast vera af samskonar bílum, samkvæmt ummælum við þráðinn. Þá eru íbúar í nágrenninu beðnir um að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum þannig að hafa megi hendur í hári þessara aðila. Meira frá SuðurnesjumSuðurnesjamenn passa upp á að Fast & Furious teymið fari sér ekki að voðaAuglýsa eftir presti til starfa við NjarðvíkurprestakallFrönsk kona enn týnd – Ekki ákveðið hvort óskað verði eftir aðstoð björgunarsveitaPlay tekur flugið – Ógrynni starfa í boðiSkemmdarverk unnin á nokkrum bílum – Biðla til foreldra að ræða við börn sínVarasamt að vera á ferðinni á skjálftasvæðinuLétu farga þremur bílum – Reyndu ekki nægilega að ná í eigendurNetverslun Nettó fer frábærlega af stað – Hefur verið þrjú ár í undirbúningiGrindavíkur-appið – Allt um Grindavík á einum staðFlugstöð Leifs Eiríkssonar rýmd og vopnaleit framkvæmd á öllum farþegum