sudurnes.net
Stálu ilmvatni og vodkaflöskum að verðmæti yfir 100.000 krónur - Local Sudurnes
Kona sem lét greipar sópa í tveimur verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni reyndist hafa í fórum sínum níu ilmvatnsglös að verðmæti samtals rúmlega 82.000 kr.sem hún hafði tekið ófrjálsri hendi úr verslununum. Hún var handtekin og færð á lögreglustöð þar sem hún játaði brot sín. Hún framvísaði jafnframt varningnum sem hún hafði hnuplað. Þá var tilkynnt um þjófnað úr vínbúð í umdæminu. Þar inn hafði komið karlmaður og haft á brott með sér vodkaflösku að verðmæti 5.600 kr. án þess að greiða fyrir hana. Nokkru síðar kom maður inn í verslunina og hnuplaði þá tveimur vodkaflöskum. Grunur leikur á að sami maðurinn hafði verið á ferðinni í bæði skiptin. Meira frá SuðurnesjumÞarf að tilkynna sig til lögreglu þrisvar í viku eftir þjófnað á sígarettumFingralangir í flugstöð skömmuðust sín og skiluðu stolinni myndavélPar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um gróf kynferðisbrot gegn ungum börnumLionsmenn afhentu Grindavíkurbæ fyrsta eintak af sögu klúbbsinsBíllinn notaður og fullur af rusli eftir geymslu hjá bílastæðaþjónustuVaramaðurinn tryggði Njarðvíkingum stigRagga nagli með fyrirlestur og námskeið í GrindavíkFjórir ferðalangar gripnir með fölsuð skilríkiSjóarinn síkáti hófst formlega í dag – Götugrill um allan bæ!Tekin með tæpt kíló af kókaíni innvortis