Nýjast á Local Suðurnes

Stærsta fjöldahjálparmiðstöðin síðan 1973

Fjöldahjálparmiðstöðin sem Rauði krossinn setti upp í íþróttahúsinu við Sunnubraut þann á sunnudag er sú stærsta sem sett hefur verið upp síðan árið 1973.

Verkefnið, sem unnið var í samstarfi við björgunarsveitir á Suðurnesjum þótti takast einstaklega vel til, en vel á sjötta hundrað manns nýttu sér þá aðstoð sem boðið var upp á og um 150 gistu í íþróttahúsinu.

Verkefnið er þó langt frá því að vera það stærsta sem Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðist í en það stærsta á þessu sviði var sett upp í þegar gaus í Vestmannaeyjum árið 1973, en þá nýttu um 6000 manns sér fjöldahjálparmiðstöðvar sem settar voru upp í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.

Undanfarnar vikur hafa vel á annað þúsund manns nýtt sér fjöldahjálparmiðstöðvar sem Rauði krossinn hefur sett upp víða um land, í flestum tilfellum vegna veðurs.

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir í samtali við fréttastofu RÚV að þetta sé áður óþekkt álag en tvö hundruð sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins hafi verið fólki til aðstoðar.