Nýjast á Local Suðurnes

Stækkun Keflavíkurflugvallar tilnefnd til arkitektúrverðlauna ESB

Stækkun Keflavíkurflugvallar hefur verið tilnefnd til arkitektúrverðlauna Evrópusambandsins, en 365 verkefni hlutu tilnefningar þetta árið. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að tekist hafi að endurspegla fegurð íslenskrar náttúru í hönnuninni auk þess sem hönnuðum er hrósað fyrir einfaldleika hönnunarinnar.

Verðlaunin eru afhent á tveggja ára fresti og hafa íslenskar byggingar nokkrum sinnum áður verið tilnefndar, þar á meðal tónlistarhúsið Harpa. Í verðlaun er peningagjöf að andvirði rúmlega níu milljóna króna.

Á vef Arkitektafélags Íslands kemur fram að fangelsið á Hólmsheiði hafi innig fengið tilneningu til sömu verðlauna. Stækkunin á Keflavíkurflugvelli er hönnuð af Andersen og Sigurdsson í samvinnu við Teikn Architechts.