Nýjast á Local Suðurnes

Spurði um borðtuskur í Costcohóp og kommentakerfið fór á flug

Njarðvíkinginn Hrefnu Tómasar óraði eflaust ekki fyrir því að einföld spurning um borðtuskur í Costco-hóp á Facebook myndi vekja mikla athygli, en raunin varð heldur betur önnur og miklar umræður hafa skapast um ágæti þessarar vöru sem seld er í Costco.

Hér fyrir neðan má sjá um hvað málið snýst, en Hrefna hafði keypt borðtuskur í þessari vinsælustu verslun Íslandssögunnar og var ekki alveg sátt við kaupin, hún leitaði því ráða í þessum langfjölmennasta Facebook-hóp á Íslandi og það var ekki að sökum að spyrja, tæplega 500 ummæli (um 1000 með svörum)  hafa verið rituð við færsluna, misgáfuleg þó, eins og von er í þetta stórum hóp.

Til að skoða umræðurnar og þau tæplega 500 ummæli og svör sem þar er að finna er um að gera að skella sér í hópinn og notast við leitarvélina – Það er nóg að slá inn “borðtuskurnar” í leitarvél hópsins og njóta þess að rúlla í gegnum þetta…