sudurnes.net
Sprungur á Vatnsleysuströnd nánast fullar af rusli - Local Sudurnes
Elísabet Ásta Eyþórsdóttir, nemi jarðfærði við Háskóla Íslands, greinir frá ótrúlegum sóðaskap í náttúrunni, til móts við Minni-Vatnsleysu, á Facebook-síðu sinni. En hún var við mælingar á Vatnsleysuströnd, ásamt samnemendum sínum, þegar þau gengu fram á sprungur sem höfðu nánast verið fylltar af rusli. „Ég og bekkjarsystur mínar vorum að mæla sprungur á Vatnsleysuströnd í gær. Það var leiðinlegt að koma að þessari sprungu,“ skrifar Elísabet á Facebook og í samtali við DV bætir hún við að hópurinn hafi sérð drasl í fleiri sprungum en þó ekki svona mikið: „Við sáum helling af bjórdósum og smá drasl sem hefur fokið þangað að öllum líkindum.“ Meira frá SuðurnesjumSuðurnesjalöggur með leikhæfileika kynna ný umferðarlögLitla dæmið í loftið á föstudag – Sjáðu treilerinn!Einn á dag tekinn undir áhrifum fíkniefna við aksturPersónuvernd gerði athugasemdir við Facebook-færslu lögregluGestrisið Suðurnesjafólk í ferðaþjónustu – Buðu svöngum ferðalöngum í matÁrni Sigfússon svarar Andstæðingum stóriðju: “Framkvæmdin er mér gríðarleg vonbrigði”Lögregla leitar eiganda bílhurðar sem kræktist í flatvagnMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkHulk Hogan brugðið eftir harkalega lendingu á Keflavíkurflugvelli – Myndband!Jóhann Friðrik sækist eftir þriðja sæti hjá Framsókn – Vill tafarlausa tvöföldun Reykjanesbrautar