sudurnes.net
Sótti soninn til Slóvakíu - "Þarf að tryggja að þetta gerist ekki aftur," segir Ragnar - Local Sudurnes
Ragnar Hafsteinsson, sem undanfarið hefur staðið í ströngu við að endurheimta son sinn, Adam, frá móður hans í Slóvakíu, sótti drenginn þangað til lands á dögunum. Ragnar er með fullt forræði fyrir drengnum, eftir að hafa unnið dómsmál þess efnis hér á landi, en telur að nú taki við löng og ströng forræðisdeila, þar sem móðirin fékk forræði yfir drengnum í Slóvakíu. „Daginn áður en hann átti að koma fékk ég skilaboð um að hann væri veikur og myndi ekki koma til baka. Strax í kjölfarið var lokað á öll samskipti við mig,” sagði Ragnar í Bítinu í morgun. Hann sagðist strax hafa áttað sig á hversu alvarlegt málið væru og hafði því samband við lögregluyfirvöld og innan- og utanríkisráðuneyti hérlendis og í Noregi. „Ég komst að því í gegnum sameiginlega vini að það væri búið að melda hann inn í slóvakískan skóla. Svo fékk ég nýjar upplýsingar að hún [móðirin] hefði á einhvern ótrúlegan hátt fengið forræði fyrir drenginn þar í landi. Enginn hafði fyrir því að láta mig vita.” Ragnar leitaði að sögn aðstoðar erlendra sérfræðinga í kjölfarið. Þannig hafi hann sótt barnið, án dóms og laga. „Þegar gluggi opnaðist var strákurinn tekinn. Þetta er aðgerð sem tekur innan við [...]