sudurnes.net
Sorphirða komin á áætlun - Local Sudurnes
Innleiðing á nýju flokkunarkerfi úrgangs, þar sem flokkað er í fjóra flokka við húsvegg, hefur farið mjög vel af stað. Íbúar hafa tekið vel í aukna flokkun og sjáum við góðar heimtur bæði á endurvinnsluefnum og lífrænum eldhúsúrgangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kölku, en þar segir einnig að hirðan á tunnum við heimili er nú komin á áætlun og er uppfært dagatal nú tilbúið fyrir íbúa, það má nálgast hér. Sorphirðudagatal Við minnum á að tunnur við heimili eru tæmdar eins og hér segir: Blandaður úrgangur á 14 daga frestiLífrænn eldhúsúrgangur á 14 daga frestiPappír / Pappi á 28 daga frestiPlastumbúðir á 28 daga fresti Ef íbúar eru að lenda í að tunnur við heimilin fyllist fyrr bendum við á að hægt er að notast við grenndarstöðvarnar fyrir þá flokka sem tekið er á móti þar sem og móttökuplön Kölku, sem taka á móti -öllum úrgangi, segir í tilkynningunni. Meira frá SuðurnesjumSkora á ráðherra – Ekki hægt að bíða lengur eftir heilsugæsluHæsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á SuðurnesjumGuðbrandur: “Hægt að hætta við verkefnið sé andstaða íbúa mikil”Gefa eldriborgurum spjaldtölvur og heyrnartólReykjanesbær verði heilsueflandi samfélagÁfram lok, lok og læs í VogumAllt í rusli á Ásbrú – “Kennum fólki að opna ruslatunnu, setja ruslið ofan í og [...]