Nýjast á Local Suðurnes

Sorphirða í sögulegum ólestri – “Til hamingju með að vera mestu sóðar landsins”

Sorphirða í Reykjanesbæ virðist vera í sögulegum ólestri, það er að segja ef eitthvað er að marka íbúasíður Suðurnesjafólks á samfélagsmiðlum, en samkvæmt þeim hefur sorp ekki verið fjarlægt í allt að sex vikur. Svo virðist sem ástandið sé verst í Innri-Njarðvík og á Ásbrú.

Samkvæmt umræðum í umræddum hópum, hefur gengið illa að fá svör frá Kölku, sem hefur yfirumsjón með verkefninu, verktakanum sem sér um hreinsun sorps, Terra, og Reykjanesbæ. Og sé eitthvað að marka umræðurnar hafa einhverjir íbúar gengið svo langt að skilja sorp efir fyrir utan skrifstofur sveitarfélagsins.

Myndir: Skjáskot / Facebook Íbúar á Ásbrú