sudurnes.net
Sögðu upp tveimur reynsluboltum - Leita nú að leiðtoga - Local Sudurnes
Isavia leitar að leiðtoga til að taka við nýrri stöðu framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni. Fyrirtækið sagði á dögunum upp tveimur reyndum framkvæmdastjórum vegna skipulagsbreytinga. Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni þarf að búa yfir reynslu í stjórnun og hafa góða þekkingu á rekstri og viðskiptum. Þá kemur viðkomandi til með að leiða þróun stafrænna lausna til að bæta þjónustu við viðskiptavini og auka skilvirkni í rekstri félagsins með hliðsjón af stefnu og markmiðum Isavia. Framkvæmdastjóri vinnur náið með öðrum sviðum Isavia við að greina stafræn tækifæri. Framkvæmdastjóri ber einnig ábyrgð á þróun og rekstri núverandi upplýsingakerfa Isavia. Svið stafrænnar þróunar og upplýsingatækni er breytingarafl í stafrænni vegferð og upplýsingatæknimálum Isavia. Framkvæmdastjóri heyrir beint undir forstjóra, situr í framkvæmdastjórn félagsins og tekur þátt í stefnumótun þess og innleiðingu stefnu. Um er að ræða einstakt tækifæri til að leiða umbyltingu í stafrænni þróun og upplýsingatæknimálum Isavia til framtíðar. Helstu verkefni • Leiða stafræna þróun og umbyltingu Isavia • Þróa nýjar stafrænar lausnir og þjónustur • Taka þátt í stefnumótun og markmiðasetningu Isavia • Bera ábyrgð á rekstri tölvukerfa og stafrænna lausna Hæfniskröfur • Afburða leiðtogahæfni og reynsla af stjórnun og rekstri nauðsynleg • Mikil samskiptahæfni og metnaður • Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og nýsköpun • Víðtæk reynsla og þekking á viðskiptum [...]