Nýjast á Local Suðurnes

Söfnunarstaðir víðsvegar um bæinn á Stóra plokkdeginum

Stóri Plokkdagurinn verður haldin sunnudaginn 24. apríl næstkomandi og verða settar upp söfnunarstöðvar á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu af því tilefni.

Söfnunarstaðir verða við grenndarstöðvar Reykjanesbæjar á eftirtöldum stöðum:

  • Geirdalur, Innri Njarðvík
  • Stapabraut, Innri Njarðvík
  • Krossmói, Ytri Njarðvík
  • Sunnubraut, Keflavík
  • Keilisbraut, Ásbrú
  • Djúpivogur tunna við opið leiksvæði, Hafnir

Starfsmenn Umhverfissviðs vilja minna á að gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá. Gæta þarf þess að ruslapokar sem skildir eru eftir séu vel lokaðir. Alla íbúar eru hvattir til þess að taka þátt, hvort sem það verða 10 plokk eða heill ruslapoki, allt skiptir máli.