sudurnes.net
Sofnaði undir stýri og endaði utan vegar - Local Sudurnes
Bifreið ökumanns, sem sofnaði undir stýri, endaði utan vegar austan við Grindavíkurveg. Bifreiðin var óökufær eftir atvikið og var fjarlægð með dráttarbifreið. Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Farþegi slasaðist í hörðum árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Stekks og Reykjanesbrautar. Bifreiðin sem hann var í var ekið frá stöðvunarskyldu út á Reykjanesbraut og í veg fyrir aðra bifreið. Farþeginn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala. Bílarnir voru fjarlægðir af vettvangi með dráttarbifreið. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaSuðurnesjabær hefur ekkert að segja varðandi áformuð búsetuúrræði fyrir flóttafólkBreiður hópur hagsmunaaðila skoði nýjan skóla á ÁsbrúGunnar áfram með NjarðvíkVarðar almannahagsmuni að breyta húsnæði við HafnargötuBílvelta á brautinniOfurvinningar á Bingóballi í ljónagryfjunniSendu frá sér yfirlýsingu eftir að misbrestur varð við sorphirðu