Nýjast á Local Suðurnes

Snjóar í kvöld – Hætt við að færð teppist eftir að þjónustutíma Vegagerðar lýkur

Vegagerðin vill vekja athygli vegfarenda á því að sunnan- og suðvestanlands mun snjóa talsvert seint í kvöld og í nótt.  Á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum verður hægur vindur, en hvassara og skafrenningur fyrir austan fjall og eins í Borgarfirði. Á vef Vegagerðarinnar segir að af þessum sökum sé hætt við því að færð teppist fljótlega eftir að þjónustutíma lýkur í kvöld.

Hálka, hálkublettir og snjóþekja er víða á vegum á Suðurlandi, þar á meðal á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Garðvegi og Sandgerðisvegi.