sudurnes.net
Smáratún meira og minna lokað fyrir umferð í sumar vegna framkvæmda - Local Sudurnes
Reykjanesbær og HS-veitur munu fara í allsherjar lagnaskipti og endurnýjun Smáratúns á tímabilinu 23. apríl til 27. ágúst nk. Gatan verður meira og minna lokuð fyrir umferð á þessu tímabili , sjá merkingar á mynd. Opið verður við Hátún til þess að bílar geti lagt þar og einnig er bent á bílastæði við kirkjugarð. Útskipti á fráveitulögnum nær 1 meter inn fyrir lóðamörk þannig að ef húseigandi telur þörf á endurnýjun sinnar heimtaugar að húsi þá getur hann verið í sambandi við Guðlaug H. Sigurjónsson sviðsstjóra umhverfissviðs en kostnaður við endurnýjun innan lóðar fellur á húseiganda. Framkvæmdir verða sem hér segir: Gulur (Smáratún nr.8 – Aðalgötu) Lokað 23.04 – 01.06 Rauður (Aðalgata – Smáratún nr.36) Lokað 27.05.- 01.07 Grænn (Smáratún 38 – Vesturgata) Lokað 01.07 – 15.08 Meira frá SuðurnesjumHluti Smáratúns lokaður fram í október – Biðjast afsökunar á töfumVarðskip til taks við GrindavíkNokkrar minniháttar breytingar þegar vetraráætlun tekur gildiLokanir og skert þjónusta vegna verkfallaSamfélag í sókn í skóla- og dagvistunarmálumOpið bókhald í Reykjanesbæ – “Aukinn áhugi á rekstri og gagnsæi í meðferð fjármuna”Aðgerðaráætlun virkjuð í Suðurnesjabæ – Starfsfólki skipt í hópaForkynningarfundur um aðalskipulagabreytingu í GrindavíkMikil uppbygging framundan hjá Happy CampersLögregla hvetur fólk til að vera á varðbergi