Nýjast á Local Suðurnes

Slysa- og bráðamóttaka HSS í stærra rými

Slysa- og bráðamóttaka Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verður færð í stærra rými á næstunni, en stjórnvöld munu greiða stærstan hluta kostnaðarins við breytingar á húsnæði HSS.

Stefnt er að því að flytja álmuna í þrefalt stærra rými innan stofnunarinnar og munu stjórnvöld leggja til tvö hundruð milljónir króna í verkefnið, samkvæmt RÚV, sem fjallar um málið á vef sínum.