sudurnes.net
Skóla- og íþróttafólk úr Vogum fékk styrki fyrir góðan árangur - Local Sudurnes
Úthlutað hefur verið árlegum styrkjum úr Mennta-, menningar- og afrekssjóði Sveitarfélagsins Voga. Veittur var peningastyrkur til þeirra þriggja nemenda sem náðu bestum árangri á grunnskólaprófi í Stóru-Vogaskóla s.l. vor, ásamt því sem veittir voru styrkir til þeirra nemenda sem luku námi á 2. ári framhaldsskóla og þeim sem luku stúdentsprófi úr framhaldsskóla á tilsettum tímum. Þá var Knattspyrnudeild Þróttar einnig veittur styrkur úr sjóðnum, en meistaraflokkur karla náði þeim glæsta árangri á nýliðinni leiktíð að komast upp um deild og munu því keppa í þriðju deild að ári. Sveitarfélagið efndi til móttöku í Álfagerði þar sem viðurkenningarnar voru afhentar. Nemendur eða fulltrúar þeirra tóku við viðurkenningarskjölunum, en Páll Guðmundsson fyrirliði meistaraflokks karla veitti viðurkenningu knattspyrnudeildar viðtöku. Meira frá Suðurnesjum40 milljónir króna frá KSÍ til Suðurnesja vegna EMReykjanesbær gerir fjölda athugasemda við frummatsskýrsluYfirlýsing vegna kynþáttaníðs – Leikmaðurinn farinn úr landiSlappir Grindvíkingar komnir í sumarfríNjarðvík hélt toppsætinu – Víðir í sjöunda eftir tap á GrenivíkNeðri deildirnar – Öll Suðurnesjaliðin nældu í stigDavíð fór holu í höggiTap hjá Keflavík en sigur hjá NjarðvíkSverrir Þór hættir og fjórir öflugir framlengja hjá KeflavíkVilja auka styrki til landsliðsfólks – Leikmenn greiða hundruð þúsunda úr eigin vasa