sudurnes.net
Skoða hvernig bæta megi hraða og skilvirkni þjónustu Grindavíkurbæjar - Local Sudurnes
Grindavíkurbær er á meðal þátttakenda í þjónustukönnun sveitarfélaga sem Capacent Gallup vinnur meðal 19 stærstu sveitarfélaga landsins, annað árið í röð. Þegar litið er til þjónustu sveitarfélagsins í heildina fer Grindavíkurbær upp um 7 sæti, en einkunnin var 0,1 undir meðaltali 2014 en er 0,2 fyrir ofan meðaltal 2015. Grindavík hækkar í röðun miðað við önnur sveitarfélög í níu tilfellum af þrettán, og situr í efstu sætum í nokkrum flokkum. Má þar nefna ánægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á, aðstöðu til íþróttaiðkunnar, þjónustu við barnafjölskyldur og þjónustu leikskóla. Þeir tveir þættir sem verst komu út í þessari könnun voru málefni eldri borgara sem og hversu vel eða illa fólki finnst starfsfólk bæjarsins hafa unnið úr erindum þess. Það er metnaður sveitarfélagsins að veita afburðaþjónustu í hvívetna og er nú í skoðun hvar mögulegir flöskuhálsar geta myndast í kerfinu og hvernig má bæta hraða og skilvirkni þjónustu starfsmanna Grindavíkurbæjar við íbúa þess. Segir í frétt á heimasíðu Grindavíkurbæjar, en þar má lesa meira um þjónustukönnunina. Meira frá SuðurnesjumÍbúar Reykjanesbæjar ánægðastir með aðstöðu til íþróttaiðkunarFáir Suðurnesjamenn á lista Viðreisnar – Jóhannes Kristbjörnsson skipar 2. sætiYfir meðaltali í flestum þáttum í árlegri þjónustukönnunFjölbrautaskóli Suðurnesja fékk viðurkenningu í úttekt SFR á [...]