Nýjast á Local Suðurnes

Skjólstæðingar velferðarsviðs fá fjóra íbúðagáma auk þjónustukjarna

Húsnæði fyrirtækisins við Víkurbraut - Mynd: Skjáskot Já.is

Víkurröst ehf. lagði á dögunum fram erindi til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar með ósk um heimild til að setja niður íbúðaeiningar úr háþekjugámum á lóð félagsins við Víkurbraut 6.

Velferðarsvið Reykjanesbæjar hefur skilað inn umsögn vegna þessa og í kjölfarið samþykkti umhverfis- og skipulagsráð erindið og er veitt leyfi fyrir allt að fjórum íbúðaeiningum og þjónustueiningu í samræmi við þörf skjólstæðinga velferðarsviðs Reykjanesbæjar til þriggja ára til reynslu.

Ráðið telur mikilvægt að vinna að stefnumótun á þessum málaflokki og tengja hana við endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar.