Nýjast á Local Suðurnes

Skjálfti við Grindavík fannst í byggð

Jarðskjálfti, 2,6 að stærð, mældist 3,2 km NA af Grindavík um klukkan hálf tvö í nótt. Skjálftinn fannst byggð, segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra biður fólk á þekktum skjálftasvæðum að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta: https://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/varnir-gegn-jardskjalfta/