Nýjast á Local Suðurnes

Skjálftar í hrinunni eru orðnir yfir 100 talsins – Íbúar á Suðurnesjum finna enn skjálfta

Jarðskjálftar í þeirri hrinu sem nú gengur yfir eru orðnir á annað hundrað. Íbúar í Reykjanesbæ, á Keflavíkurflugvelli, í Grindavík og í Garði hafa fundið vel fyrir skjálftunum, samkvæmt vef Veðurstofunnar.

Fjórir aðrir skjálfar yfir stærð 3 hafa mælst, þar af tveir af stærð 3,0 kl. 07:27 og kl. 07:56 og tveir af stærð 3,1 kl. 11:43 og 11:54. Sá stærsti sem mælst hefur reið yfir klukkan 13:55 og var 4 að stærð.

Margir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfar þessara skjálfta ,en skjálftar í hrinunni eru orðnir yfir 100 talsins.