Nýjast á Local Suðurnes

Skjálfta­hrina við Grinda­vík jókst veru­lega í nótt

Tæp­lega 200 jarðskjálft­ar hafa mælst á Reykja­nesi, eða í ná­grenni Grinda­vík­ur, eft­ir klukk­an fjög­ur í nótt, íbúar í Grindavík fundu fyrir þeim stærstu.

Landris við fjallið Þor­björn varð aft­ur 26. maí og í kjöl­farið hófst mik­il skjálfta­hrina. Hún jókst þó veru­lega eft­ir klukk­an fjög­ur í nótt seg­ir Bjarki Kaldalóns Fri­is, skjálfta­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Stærsti skjálft­inn mæld­ist 2,9 að stærð, einn mæld­ist 2,8 og ann­ar 2,7 að stærð. Vel fannst fyr­ir skjálftun­um í Grinda­vík.

Flest­ir voru skjálft­arn­ir þó und­ir 1 að stærð.