Nýjast á Local Suðurnes

Skipulagsmál tefja fyrir tvöföldun

Ekki er mögulegt að bjóða út framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar við Straumsvík vegna skipulagsmála. Þetta kom fram í framsögu samgönguráðherra vegna samgönguáætlunar.

Samkvæmt núgildandi áætlun munu framkvæmdir tefjast og ekki ljúka fyrir en árið 2029.

“Unnið er að því að finna leiðir til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut frekar, enda er sá vegur einn umferðarmesti þjóðvegur landsins. Skipulagsmál á svæðinu við Straumsvík eru enn óleyst og Vegagerðin áætlar að verkefni þar gætu verið boðin út í fyrsta lagi í lok árs 2022,“ segir ráðherra.