Nýjast á Local Suðurnes

Skipað í nefnd vegna strætómála

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur skipað nefnd til að fara yfir almenningssamgöngur í Reykjanesbæ, en mikil óánægja hefur verið með þær breytingar sem gerðar hafa verið á leiðarkerfi strætó síðan því var breytt um síðustu áramót.

Málið var tekið upp í bæjarráði og bæjarstjórn eftir kröftug mótmæli íbúa og samráðshópur þeirra og fulltrúa sveitarfélagsins settur á laggirnar. Fáir fundir hafa hins vegar farið fram á milli aðila á því hálfa ári sem liðið er síðan breytingarnar tóku gildi.

Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson og Hönna Björg Konráðsdóttir hafa nú verið skipuð í nefnd sem taka á málið fyrir auk þess sem Margrét Þórarinsdóttir fær að taka þátt sem áheyrnarfulltrúi.