sudurnes.net
Skemmtistaðir notast við sameiginlegt Tetra-kerfi - Síbrotamenn bannaðir á öllum stöðum - Local Sudurnes
Skemmtistaðirnir H-30, Center, Paddy´s og Studeo 16 hafa tekið í notkun nýtt samskiptakerfi, sem gerir dyravörðum staðanna kleyft að hafa samskipti sín á milli á sér rás í Tetrakerfinu. Forsvarmaður H-30, sagði í samtali við Suðurnes.net að með tilkomu hins nýja kerfis myndi öryggi aukast til muna á skemmtistöðunum, auk þess sem hann sagðist vonast til að í framtíðinni væri hægt að beintengja kerfið við kerfi lögreglu og stytta þannig viðbragðstíma, kæmi eitthvað alvarlegt upp á. Þá gerður skemmtistaðirnir í Reykjanesbæ, lögreglan og Reykjanesbær með sér samkomulag á dögunum þar sem Reykjanesbær skuldbindur sig til að koma upp öflugu myndavélakerfi við Hafnargötu, sem lögregla hefur eftirlit með, kerfið var tekið í notkun um síðustu helgi. Í samkomulaginu er einnig ákvæði um að aðilar sem gerast ítrekað brotlegir við reglur skemmtistaða fari í bann, og gildir bannið þá á öllum skemmtistöðum í Reykjanesbæ. Meira frá SuðurnesjumUmboðsmaður Alþingis með Paddys-mál til skoðunarFyrrverandi eigandi Paddy´s fær ekki nauðsynleg gögn frá ReykjanesbæMest lesið 2018: Ráðist á barn á körfuboltamóti og traðkað á DominospizzumSamþykkja fjárhagsáætlanir – Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum í plúsMeiddist á flótta undan hundiMilljarður rís í Hljómahöll 17. febrúarIsavia býst við að röskun verði á millilandaflugi í dagGjörsamlega út úr heiminum eftir inntöku [...]