sudurnes.net
Sinubruni við gosstöðvar - Endurmeta stærð hættusvæðis - Local Sudurnes
Töluverðar breytingar urðu á gosvirkni við Fagradalsfjall í nótt., en kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í um 3 mínútur og eykst svo með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést og stendur yfir í um 10 mínútur. Þetta kemur fram í færslu Veðurstofunnar á Facebook, en þar segir einnig að þessir taktföstu púlsar hafi einkennt gosið frá því klukkan 1 í nótt. Ekki er ljóst hvað veldur þessum breytingum í gosvirkni, en ekki er hægt að útiloka að breytingar hafi orðið í kvikuflæði, efnasamsetningu kviku/gass eða að breytingar hafi orðið í aðfærslukerfinu. Vindátt var norðlæg í nótt en snérist í hæga austlæga um klukkan 6 í morgun. Nokkrum klukkustundum síðar verður vart við reyk í suðvesturhlíðum Geldingadals. Hugsanlega hefur heit gjóska úr gosstróknum borist með vindi suðvestur fyrir hraunbreiðuna um 300 metra leið og kveikt í og veldur nú sinubruna sem sést á vefmyndavél Rúv, segir í færslunni. Þá kemur fram að í ljósi þessarar breyttu virkni sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. Meira frá SuðurnesjumNáðu að lenda en farþegar fá ekki að fara frá borðiMæla með veggjaldi – Lægsta gjald um Reykjanesbraut [...]