Nýjast á Local Suðurnes

Sigurður Ingi leiðir lista Framsóknar í Suðurkjördæmi

Mynd: Wikipedia

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Framsóknarflokksins, alþingismaður og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, leiðir lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi í næstu alþing­is­kosn­ing­um. Þetta var samþykkt á fjöl­menn­u kjördæmisþingi í fé­lags­heim­il­inu Hvoli á Hvolsvelli í gær.

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, alþing­ismaður og Jóhann Friðrik Friðriksson eru efst Suðurnesjafólks á listanum, Silja í öðru sæti listans og Jóhann í því fjórða.

Listi Framsóknar í Suðurkjördæmi:

  1. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, alþing­ismaður og frv. for­sæt­is­ráðherra
  2. Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, alþing­ismaður
  3. Ásgerður K. Gylfa­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi og hjúkr­un­ar­stjóri
  4. Jó­hann Friðrik Friðriks­son, lýðheilsu­fræðing­ur
  5. Sæ­björg Erl­ings­dótt­ir, sál­fræðinemi
  6. Inga Jara Jóns­dótt­ir, nemi
  7. Pálmi Sæv­ar Þórðar­son, bif­véla­virki
  8. Sandra Rán Ásgríms­dótt­ir, verk­fræðing­ur
  9. Lára Skær­ings­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari
  10. Her­dís Þórðardótt­ir, inn­kaupa­stjóri
  11. Stefán Geirs­son, bóndi
  12. Jón H. Sig­urðsson, lög­reglu­full­trúi
  13. Hrönn Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri
  14. Ármann Friðriks­son, nemi
  15. Val­geir Ómar Jóns­son, sagn­fræðing­ur
  16. Sigrún Þór­ar­ins­dótt­ir, bóndi
  17. Jó­hann­es Giss­ur­ar­son, bóndi
  18. Jón­geir H. Hlina­son, bæj­ar­full­trúi og hag­fræðing­ur
  19. Har­ald­ur Ein­ars­son, fyrrv. alþing­ismaður
  20. Páll Jó­hann Páls­son, fyrrv. alþing­ismaður