sudurnes.net
Sígarettustubbar geta leitt til uppsagnar á leigusamningum - Local Sudurnes
Undanfarin misseri hefur af og til skapast umræða á samfélagsmiðlinum Facebook um óþrifnað í og við nokkur fjölbýlishús á Ásbrú, en fjöldi íbúa lýsti til að mynda yfir óánægju sinni með umgengni um sorpgeymslur við fjölbýlishús á svæðinu í sumar. Heimavellir, stærsta leigufélag landsins, hefur séð sig knúið til að senda íbúum nokkurra bygginga á Ásbrú bréf þess efnis að bæta þurfi umgengni við nokkur fjölbýlishús fyrirtækisins á Ásbrú. Fyrirtækið, sem er með um 700 íbúðir á sínum vegum á Suðurnesjum, segir meðal annars í bréfinu að verði íbúar uppvísir að því að henda sígrettustubbum af svölum húsa í eigu fyrirtækisins geti slíkt leitt til uppsagnar á leigusamningi. Þá er í bréfinu áréttað að hunda- og kattahald sé óheimilt í íbúðum á vegum félagsins. Meira frá SuðurnesjumTæplega 90% íbúa Suðurnesja skráðir á Heilsugæslustöðvar á svæðinuOpna vef- og Facebooksíðu vegna kosninga um sameininguMeirihluti íbúa Reykjaness hlynntur vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomumGerir athugasemdir við vinnubrögð VinnumálastofnunarBjóða upp á leigu matjurtagarðaFarga jólatrjám fyrir íbúaSkora á fólk að setja bangsa út í glugga – Lúlli löggubangsi situr vaktina á HringbrautÓánægja með slátt á opnum svæðumÍbúar Þórkötlustaðahverfis fá að sækja nauðsynjarSpólaði í hringtorgi og endaði á ljósastaur og umferðarskilti