sudurnes.net
Setja vinnureglur sem lýsa verklagi vegna undirmönnunar í leikskólum - Local Sudurnes
Fræðslunefnd Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að setja vinnureglur sem lýsa verklagi vegna undirmönnunar í leikskólum bæjarins. Nefndin telur reglurnar vera gott stjórnunartæki og veita góða yfirsýn yfir raunálag í leikskólum. Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs Grindavíkurbæjar, segir leikskólana í bænum þó vera prýðilega mannaða, sem stendur og að reglurnar fjalli um viðbrögð, ef til þess kemur að undirmönnun skapist á leikskólum til dæmis vegna mikilla veikinda starfsfólks. Samkvæmt hinum nýju vinnureglunum, sem lagðar verða fyrir til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs, kunna að koma til viðbótarútgjöld sem brýnt er að halda aðskildum frá almennum rekstri skólanna. Meira frá SuðurnesjumSvíarnir ánægðir með að fá Elías Má – “Vinnusamur leikmaður með frábæra tækni”Atvinnuleysi mælist 17% í Reykjanesbæ – “Sannfærður um að við komumst í gegnum þetta saman”Nýr bæjarstjóri flytur til Grindavíkur – “Viljum taka þátt í mannlífinu”Mikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkMár Gunnarsson með þrjú Íslandsmet á Malmö OpenIðandi mannlíf um helginaLeikskólastarf og bæjarhátíð í hættu verði skipuð fjárhaldsstjórnOpna fyrir aðgengi að gosstöðvunumSamningur um Heilsueflandi samfélag undirritaður í ReykjanesbæElvar Már fer vel af stað í Svíþjóð