Nýjast á Local Suðurnes

Setja vinnureglur sem lýsa verklagi vegna undirmönnunar í leikskólum

Mynd: Leikskólinn Laut í Grindavík

Fræðslunefnd Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að setja vinnureglur sem lýsa verklagi vegna undirmönnunar í leikskólum bæjarins. Nefndin telur reglurnar vera gott stjórnunartæki og veita góða yfirsýn yfir raunálag í leikskólum.

Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs Grindavíkurbæjar, segir leikskólana í bænum þó vera prýðilega mannaða, sem stendur og að reglurnar fjalli um viðbrögð, ef til þess kemur að undirmönnun skapist á leikskólum til dæmis vegna mikilla veikinda starfsfólks.

Samkvæmt hinum nýju vinnureglunum, sem lagðar verða fyrir til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs, kunna að koma til viðbótarútgjöld sem brýnt er að halda aðskildum frá almennum rekstri skólanna.