Nýjast á Local Suðurnes

Setja upp umhverfisvæna innpökkunarstöð

Á Bókasafni Reykjanesbæjar hefur verið sett upp umhverfisvæn innpökkunarstöð, sem öllum er velkomið til að nýta til að pakka inn gjöfum fyrir jólin.

Íbúar sveitarfélagsins eru þannig hvattir til að huga að umhverfisvænum aðferðum við innpökkunina með því að endurnýta gömul dagblöð, fjölpóst og bækur sem gjafapappír.

Opið verður á opnunartíma safnsins og er allt efni til innpökkunar á staðnum.