sudurnes.net
Sérsveitin kölluð til við húsleit - Haldlögðu mikið magn fíkniefna og sveðju - Local Sudurnes
Umtalsvert magn af fíkniefnum fannst við húsleit sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra, í vikunni. Þá leikur sterkur grunur á að sá sem þar dvaldi hafi stundað sölu fíkniefna. Þegar lögregla mætti á vettvang var ljóst að mikil fíkniefnaneysla hafði átt sér stað í íbúðinni, þar sem karlmaður á þrítugsaldri dvaldi í óþökk húseiganda. Við húsleitina fundust meint amfetamín, e – töflur, kannabisefni, sterar og fleiri efni víðs vegar um íbúðina ásamt vog og sölupokum. Þá fundust Taser rafstuðtæki og sveðja. Grunur hafði leikið á að maðurinn væri vopnaður og var sérsveitin því fengin til aðstoðar við húsleitina. Hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum er voru gestkomandi á staðnum og fundust einnig fíkniefni hjá hinum síðarnefndu. Meira frá SuðurnesjumViðskipti með íbúðir dragast mest saman í ReykjanesbæVill einkavæðingu: “Engin ástæða fyrir hið opinbera að eiga og reka alþjóðaflugvöll”Bátalíkön Gríms til sýnis á nýSilkiþrykk vinnustofa með Gillian Pokalo í Bókasafni ReykjanesbæjareasyJet býður ferðir til London á um 7.500 krónur – Bæta við flugleiðMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkÍbúar taki þátt í endurskoðun á aðalskipulagi ReykjanesbæjarÓtrúleg endurkoma hjá Njarðvík – Haukur Helgi með sigurkörfu á lokasekúndumÁ annan tug umferðaróhappa á bílastæðum lögregluÞakklátir bæjarfulltrúar á síðasta fundi bæjarstjórnar