Nýjast á Local Suðurnes

Sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út – Maður hótaði að beita skotvopnum á Ásbrú

Lög­regl­an á Suður­nesj­um auk sérsveitar ríkislögreglustjóra var kölluð út um klukk­an átta í morg­un vegna manns sem hótaði að beita skot­vopn­um gegn öðrum manni á Ásbrú. Viðbúnaður lög­reglu var mik­ill, en lögreglumenn voru búnir skot­held­um vest­um og hjálm­um.

Fram kemur í frétt mbl.is um málið að tvær lög­reglu­biðfreiðar með sex lög­reglu­mönn­um frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um, auk meðlima úr sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra fóru að heim­ili manns­ins að Ásbrú þar sem samn­ingamaður lög­regl­unn­ar ræddi við hann.

Maður­inn kom úr sjálf­vilj­ug­ur og við leit á heim­ili hans fund­ust eng­in skot­vopn og var maður­inn einn í íbúðinni.