Nýjast á Local Suðurnes

Sérstakt að sjá hækkun framlaga korter í kosningar

Samningur Reykjanesbæjar við íþróttafélögin Njarðvík og Keflavík um rekstur íþróttasvæða hefur verið hækkaður. Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins finnst tímasetningin furðuleg í ljósi þess að stutt er í kosningar.

“Á síðustu fjórum árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálst afl lagt áherslu á að hækka rekstrarsamninga við íþróttafélögin varðandi rekstur valla en hefur ekki hlotið hljómgrunn. Sérstakt er að sjá samninginn hækkaðan núna korter í kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálst afl fagna því að hækkun rekstrarsamningsins til knattspyrnuvalla sé loksins komin í höfn.” Segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Framlög til félaganna tveggja hækka um samtals sjö milljónir króna og mun hækkunin, samkvæmt fundargerð bæjarráðs, skýrast af því að samningurinn er endurreiknaður miðað við vísitölu neysluverðs frá 2013