Nýjast á Local Suðurnes

Sérstaklega annasamur september hjá Brunavörnum Suðurnesja

September var sérstaklega annasamur hjá Brunavörnum Suðurnesja, en farið var í 317 útköll á sjúkra- og/eða slökkviliðsbílum. Þar af voru 35 útköll á hæsta forgangi og 55 á næsthæsta forgangi. Önnur útköll voru með minni forgangi.

Þetta kemur fram í stöðufærslu stofnunarinnar á Facebook, en þar segir að sunnudagurinn 29. september hafi verið sérstaklega annasamur. Þann dag var slökkviliðið kallað út vegna elds í sumarhúsi í Hvassahrauni og á sama tíma komu fjórir sjúkraflutningar með hæsta og næst hæsta forgangi, voru þá mannaðir fjórir sjúkrabílar með mannskap sem voru á frívakt til að sinna þeim útköllum.