sudurnes.net
Sérfræðingar svara spurningum Grindvíkinga - Local Sudurnes
Um helgina býðst Grindvíkingum að koma saman í Kvikunni menningarhúsi að Hafnargötu 12. Eldfjalla- og jarðskjálftafræðingar frá Veðurstofu Íslands auk fulltrúa frá Almannavörnum ríkislögreglustjóra og Grindavíkurbæ munu fara yfir stöðuna og svara spurningum gesta. Á laugardag verður streymt frá YouTube síðu bæjarins en hægt verður að nálgast tengil á streymið bæði á Facebook síðu bæjarins og á vefsíðu sveitarfélagsins, Grindavík.is og hefst útsending klukkam 14:30. Hægt verður að senda spurningar í gegnum streymið. Hægt verður að nálgast upptökur af streyminu á YouTube vef bæjarins. Á sunnudaginn verður pólskur túlkur á staðnum svo hægt er að spyrja og svara spurningum á pólsku. ATH. af sóttvarnarástæðum er 50 manna hámark í hvorum sal og grímuskylda. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Meira frá SuðurnesjumBlaut- og sótthreinsiklútar stífla lagnirNáttúruljósmyndari komst í hann krappann í hellaferð – Myndband!Jón Oddur kláraði SWISSMAN Xtreme á 17 klukkustundumLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaÖskudagur got talent í Fjörheimum á öskudagViðkunnanlegur Samkaupsstjórnandi á meðal 40 efnilegustuStelpur rokka! með rokksumarbúðir í ReykjanesbæEkkert smit undanfarna fjóra daga – Um 50 í sóttkvíÞór og Týr lögðust við bryggju í Keflavík – Myndir!Hreinsuðu rúm 50 tonn af rusli úr náttúrunni