sudurnes.net
Sérfræðingar Isavia veita nemendum innsýn í starfsemi flugvallarins - Local Sudurnes
Á síðustu vikum hefur fjölbreyttur hópur sérfræðinga Isavia í rekstri og þróun flugvalla heimsótt nemendur í Heiðarskóla. Tilgangur heimsóknanna er að veita nemendum innsýn í þau fjölbreyttu störf sem unnin eru á Keflavíkurflugvelli og við þróun hans. Áhersla er lögð á að virkja sköpunarkraft nemenda, ögra staðalímyndum og eiga virkt samtal við nemendur. Í lok maí tóku nemendur í 9. og 10. bekk á móti starfsfólki Isavia. Þeir fengu kynningu á mögulegum framtíðarstörfum á flugvellinum þar sem áhersla var lögð á að ögra staðalímyndum starfa á flugvöllum og í byggingariðnaði. Starfsfólk Isavia sagði einnig frá þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar, sem lýsir því hvernig flugvöllurinn getur þróast á næstu 25 árum, og hvaða störf verða mikilvæg í tengslum við þá vinnu. Þá voru þau hvött til að giska á hvaða störfum og hlutverkum gestirnir sinna hjá Isavia og höfðu svo loks tækifæri til að spyrja nánar út í störf hvers og eins. Í byrjun júní hittu sérfræðingar Isavia nemendur í 4. bekk. Flugvallarsamfélagið, starfsumhverfi þess og þróun Keflavíkurflugvallar var kynnt á skemmtilegan og skapandi hátt. Nemendur fengu síðan það verkefni að hanna fræðsludeild fyrir flugvöllinn til að aðstoða sérfræðinga Isavia. Óhætt er að segja að þar hafi hugmyndirnar farið á flug. Næst byggðu nemendurnir [...]