sudurnes.net
Sérfræðingar funduðu í nótt - Kanna skemmdir á vegum - Local Sudurnes
Sérfræðingar frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands funduðu ásamt lögreglunni á Suðurnesjum og fulltrúa Grindavíkurbæjar klukkan 03.30 í nótt vegna fjölda jarðskjálfta af stærðinni 3 til 5 á svæðinu frá Þorbirni að Fagradalsfjalli. Jarðskjálftarnir fundust vel í Grindavík og annars staðar á´Suðurnesjum auk þess sem tilkynningar bárust Veðurstofu frá öðrum svæðum á landinu. Áfram má búast við skjálftum sem finnast vel á svæðinu, segir í tilkynningu frá Almannavörnum. Náttúruvásérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnadeild fylgjast vel með þróun mála í nótt. Vegagerðin og Lögreglan á Suðurnesjum eru á ferð og kanna hvort skemmdir hafi orðið á vegum. Staðan verður endurmetin í fyrramálið, segir í tilkynningunni. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sendi einnig frá sér tilkynningu í morgunsárið þar sem fram kemur að komi til þess að hættuástand skapist eða til rýmingar komi yrði slíkt tilkynnt með mjög afgerandi hætti. Fyrst með sms-skilaboðum í alla síma á svæðinu, síðan með mjög áberandi hljóðmerkjum og síðast einfaldlega með banki á dyrnar. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að ekki hafi verið talin ástæða til þessa að kalla sveitina út vegna hrinunnar í nótt. Að gefnu tilefni! Nú gengur yfir gríðarlega öflug skjálftahrina og ekki ólíklegt að hver einasti Grindvíkingur sé nú…Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Saturday, 6 [...]