Nýjast á Local Suðurnes

Sér fram á milljóna málskostnað: “Glæpamennirnir sigruðu þennan slag”

Rannsóknablaðamaðurinn Atli Már Gylfason sér fram á milljóna króna málskostnað í tengslum dómsmál vegna skrifa um mál sem tengist hvarfi á íslenskum manni í Suður-Ameríku. Atli Már segist á Facebook-síðu sinni þurfa að standa straum af kostnaðinum sjálfur, að mestu leyti, en Blaðamannafélag Íslands hefur þó aðstoðað hann fjárhagslega að hluta.

Þá segir Atli Már í pistlinum að hann sjái sér ekki fært að starfa við blaðamennsku lengur, en vonar að ungir og upprennadi blaðamenn haldi afrám baráttunni.

“Svona er Ísland í dag. Svona verður þetta alltaf. Ég á þrjú börn og ég get ekki staðið í þessu lengur. Glæpamennirnir sigruðu þennan slag en ég vona svo sannarlega að nýju, ungu og fersku blaðamennirnir okkar hafa sömu prinsipp og ættu að vera við lýði ALLTAF…follow the money og aldrei gefast upp!”

Stöðuuppfærslu Atla Más má djá í heild sinni hér: