sudurnes.net
Sendu frá sér yfirlýsingu eftir að misbrestur varð við sorphirðu - Local Sudurnes
Misbrestur varð á sorphirðu við heimili í Grindavík á dögunum, þegar byrjað var að vinna eftir nýju kerfi, þar sem sorp var hirt eftir gamla kerfinu. Um var að ræða tvo bíla, samkvæmt yfirlýsingu frá Grindavíkurbæ. Þar segir einnig að þessu hafi þó fljótt verið kippt í liðinn og var heimilissorp hirt samkvæmt réttu verklagi fyrir utan fyrstu tvo bílana. Yfirlýsing Grindavíkurbæjar vegna sorphirðu Núna í vikunni var í fyrsta skipti hirt sorp við heimili í Grindavík samkvæmt nýju flokkunarkerfi þ.e. tvískipt tunna fyrir lífrænan og blandaðan úrgang, tunna fyrir plast og tunna fyrir pappa. Sorpsamlagið Kalka er rekið af sveitarfélögunum Suðurnesjum. Tilgangur félagsins er að eiga og reka saman móttöku-,flokkunar- og sorpbrennslustöðina Kölku í Helguvík. Enn fremur að annast þjónustu á sviði sorphirðu og móttöku úrgangs í sveitarfélögunum og önnur verkefni sem sveitarfélögin kunna að fela félaginu, á sviði úrgangs og endurvinnslumála. Samkvæmt samningi við Kölku þá sér Terra um sorphirðu við heimili á Suðurnesjum ásamt því að hirða flokkað sorp á grenndarstöðum. Eftir samskipti starfsmanna Grindavíkurbæjar við fulltrúa Kölku og Terra í dag er ljóst að það hafi verið misbrestur á sorphirðu við heimili þegar fyrstu tveir bílarnir mættu á svæðið í vikunni, þar sem sorp var hirt [...]