sudurnes.net
Sendiráð Bandaríkjanna og Blái herinn hreinsa Sandvík - Frábært tækifæri til eyða deginum í góðum félagsskap - Local Sudurnes
Sendiráð Bandaríkjanna og Blái herinn standa fyrir árlegum strandhreinsunardegi föstudaginn 13. september næstkomandi. Að þessu sinni verður hreinsað upp rusl í Sandvík á Reykjanesi. Í tilkynningu frá Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Tómasi Knútssyni hjá Bláa hernum kemur fram að um sé að ræða frábært tækifæri til eyða deginum úti í góðum félagsskap og sýna forystu í umhverfisvernd. Þá er þátttakendum boðið upp á rútuferðir frá Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 09:00. Áætluð heimkoma er um kl. 15:00. Sendiráðið býður upp á hressingu á staðnum. Mikilvægt er að staðfesta þátttöku sem fyrst á reykjavikprotocol@state.gov svo hægt sé að áætla magn af mat og drykk. Fyrir þá sem mæta á einkabílum er ætlunin að hittast kl. 10:00 við Sandvík (GPS hnit: 63°51’21.6″N 22°41’44.0″W). Fólk er hvatt til að klæða sig eftir veðri og vindum og hafa góða vettlinga meðferðis. Viðburðinn á Facebook má nálgast hér Meira frá SuðurnesjumKeilir býður upp á nám í iðntæknifræði til BS gráðuEinfalt ráð til að þrífa grillið!Soho spornar gegn matarsóun – Það sem til fellur fer í gott málefniMoss nálægt fyrstu Michelin stjörnunniFerðatékkinn nýtist vel á Suðurnesjum – Margt í boði sem kostar ekki krónu!Blái herinn og UMFG hreinsa svæðið við Brimketil – Sjálfboðaliðar velkomnir í hópinn!Geggjaður fiskréttur á grillið fyrir Sumardaginn fyrstaHreinsuðu [...]