Nýjast á Local Suðurnes

Sendinefnd ESB hreinsaði rusl í Grindavík – Tonn af rusli á þremur tímum

Sendinefnd ESB á Íslandi stóð því fyrir því í síðustu viku að hreinsa fjöruna fyrir neðan Hraun, austan við Grindavík, ásamt Bláa hernum og nokkrum sendiráðum ESB-landanna á Íslandi: Danmörku, Frakklandi, Svíþjóð og Þýskalandi.

Blái herinn óskaði eftir því að fá að koma ásamt sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi og halda áfram að hreinsa strandir við Grindavík. Blái herinn hefur komið bæði í vor og nú í sumar og hreinsað í Hópsnesinu og síðan í Þórkötlustaðarfjörunni.

Plastmengun í hafinu er orðið verulegt áhyggjuefni og hafa menn spáð því að verði ekkert að gert muni verða meira plast í sjónum en af fiski árið 2050.

Langmest af ruslinu sem hreinsað var kemur frá fyrirtækjum úr sjávarútvegi en furðulega mikið úr skotveiðimennsku segir í frétt á Facebook síðu sendinefndarinnar. Á rúmlega þremur tímum týndu þau hátt í tonn af rusli.