sudurnes.net
Senda sms-skilaboð vegna jarðskjálfta - Local Sudurnes
Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa ákveðið að virkja sms-skilaboð sem verða send til fólks sem fer inn á fyrirfram skilgreint svæði vegna jarðskjálftanna sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Í tilkynningu segir að þetta sé gert því eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgoss verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði. Ekki er hægt að útiloka að sms-skilaboðin berist til fólks aðeins utan við skilgreint svæði og er því almenningur beðinn um að hafa það í huga. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum varar fólk við því að fara í göngu um gosstöðvarnar á meðan þessi óvissa ríkir. Meira frá SuðurnesjumVirkja SMS-skilaboð vegna jarðskjálftaEyða sorpi af Suðurlandi í KölkuMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnBáðust afsökunar á flugeldakastiFreyjudagspistill Árna Árna er í boði PírataLandsbankinn, Nettó og HS Orka helstu styrktaraðilar LjósanæturMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkÁfram lokað á gossvæðinuFundu brak sem talið er vera úr seglskútu sem saknað hefur verið frá því í sumarEllefu ára börn fundu amfetamín