sudurnes.net
Seldu fasteignir á Reykjanesi fyrir rúmlega tvo milljarða í mars - Local Sudurnes
Fasteignamarkaðurinn á Reykjanesi heldur áfram að blómstra, en í marsmánuði var 67 samningum þinglýst á svæðinu, Þar af var 31 samningur um eignir í fjölbýli, 32 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Á vef Þjóðskrár kemur fram að heildarvelta í mars hafi verið 2.170 milljónir króna og meðalupphæð á samning 32,4 milljónir króna. Af þessum 67 var 51 samningur um eign í Reykjanesbæ. Þar af voru 29 samningar um eignir í fjölbýli, 19 samningar um eignir í sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.676 milljónir króna og meðalupphæð á samning 32,9 milljónir króna. Meira frá SuðurnesjumGjaldskrárbreytingar hjá StrætóSkjálfti við Keili í nóttFjölskylduskemmtun Björgunarsveitarinnar Suðurnes í kvöldÓkeypis taekwondo þrekæfingar í HreyfivikuVeltan á fasteignamarkaði á Suðurnesjum tæpir þrír milljarðarSeldu fasteignir fyrir tæpa tvo milljarða króna í ágústNjarðvík mætir Grindavík í 16-liða úrslitum MaltbikarsinsFjölgar í sóttkví á SuðurnesjumReikna með að kosið verði um sameiningu í haust75 kaupsamningum um fasteignir þinglýst í júlí