Nýjast á Local Suðurnes

Sektarsjóðurinn notaður í gott málefni

Skora á önnur lið að gera slíkt hið sama

Meistaraflokkur Grindavíkur kvenna í knattspyrnu hefur ákveðið kveðið að nota sektarsjóðinn í þetta skipti í eitthvað annað en liðsefli fyrir liðið. Þær ætla að heita á Petru Rós Ólafsdóttur stjórnarmann í kvennaráðinu sem hleypur til styrktar FAAS í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn, þetta kemur fram á Grindavik.is

petra ros grindavik kvenna fotbolti

Petra Rós Ólafsdóttir

Á Facebook síður meistaraflokksins segir:

„Petra Rós hleypur með hópi ættingja og vina fyrir FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma. Við hvetjum alla til að heita á hana Petru okkar og hlaupahópinn “Stingum af”.

Við erum mjög þakklátar fyrir að hafa Petru Rós í kvennaráði Grindavíkur, hún stendur eins og klettur við bakið á liðinu, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd og er ein af ástæðum þess að meistaraflokkur kvenna er enn starfræktur í Grindavík.
Að sjálfsögðu skorum við á önnur lið að gera slíkt hið sama og þá sérstaklega á karlaliðið hérna í Grindavík!
‪#‎þúertokkarOlgaFærseth‬”

Á hlaupasíðu Reykjavíkurmaraþonsins segir Petra Rós:

„Ég ákvað að taka fram hlaupaskóna, sem hafa eiginlega bara verið á hillunni síðan gömlu góðu útihlaupin fyrir fótboltann voru ennþá við líði, því það að geta gert góðverk er alveg þess virði að fara að reyna að gera hlaup að skemmtilegri hreyfingu. Ætla ég að hlaupa í hópi ættingja og vina sem ætla að hlaupa fyrir FAAS sem er m.a. félag fyrir aðstandendur Alsheimer sjúkdómsins sem stendur mér nærri. Erum við í hlaupahópnum “Stingum af”. Vona að þú sért tilbúin/n að heita á mig og hvetja mig til dáða. Enda hef ég ekki verið mikið að hlaupa……nema einhver sé þá bara að elta mig 😉 Hef meira verið í því að hlaupa á eftir bolta. ÁFRAM ÉG OG ÁFRAM ÞIД