Nýjast á Local Suðurnes

Segja Tortólafélag koma að rekstri hótels í Reykjanesbæ

Hótel Berg við smábátahöfnina

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, hefur stundað umfangsmikil viðskipti á Íslandi í gegnum Stefni, sjóðsstýringarfélag í eigu Arion banka. Ferðaþjónustufyrirtæki Hreiðars Más og tengdra aðila hefur síðastliðin ár verið í eigu Tortólafélags sem eiginkona hans á, segir í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Viðskiptin eru sögð sérstaklega umfangsmikil í Stykkishólmi en teygja anga sína einnig á Suðurnesin þar sem fyrirtæki í hans eigu, Gistiver ehf., rekur Hótel Berg sem staðsett er við smábátahöfnina í Gróf.

Kynning: Það er fátt betra en kubbaður hvítlaukur

Gréta Sigurðardóttir, móðir Hreiðars og einn eigenda Gistivers ehf. sagði kaupverðið vera trúnaðarmál í samtali við Suðurnes.net, þegar kaupin gengu í gegn, en samkvæmt frétt sem birtist í prentútgáfu DV á þeim tíma er kaupverðið talið vera um 200 milljónir króna.

Hótelið hefur verið stækkað mikið frá því Kaupþingsforstjórinn fyrrverandi keypti hótelið, enda sagði Gréta í samtali við Suðurnes.net að markmiðið með kaupunum væri að byggja á góðu starfi fyrri eigenda og efla reksturinn á komandi árum.