sudurnes.net
Segja ósamræmi í gögnum varðandi uppbyggingu í Gróf - Local Sudurnes
Ósamræmi er í gögnum sem lögð hafa verið fram í tengslum við þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Grófinni á vegum Reykjanes Invest ehf., að mati Atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar. Athugasemdir ráðsins snúa að hafnaraðstöðunni í Gróf. Atvinnu- og hafnarráð samþykkir ekki að viðkomandi uppbygging nái inn á hafnarsvæðið í smábátahöfninni í Gróf ef hún skerðir viðleguhæfi hafnarinnar eða þjónustugetu hennar, segir í fundargerð ráðsins, sem fékk kynningu á verkefninu á dögunum. Atvinnu- og hafnarráð óskar því eftir að frekari gögn verði lögð fram sem sýna fram á að svo sé ekki áður en ráðið tekur afstöðu til viðkomandi hugmynda um uppbyggingu á svæðinu, segir í fundargerð. Meira frá SuðurnesjumFrestur til að skila inn athugasemdum við matsáætlun kísilmálmsverksmiðju rennur út í dagVara við leiðindar veðri í nótt – Hálka á ReykjanesbrautÁskorun íbúa Ásahverfis velkist um í kerfinuNafnasamkeppni vegna nýs skóla í DalshverfiNýjar reglur um flokkun úrgangs á byggingastaðSundhöll hefur hvorki listrænt gildi né umhverfisgildi – Vinna úttekt á tæknilegu ástandiNæsta lægð á leiðinni – Sunnanslydda og rigning í kortunumStofnfiskur vill bæta við starfsemina á ReykjanesiSérfræðingur í málefnum flóttafólks heimsótti ReykjanesbæBörnin á Holti kunna öll trikkin í bókinni – Svona gerir maður ef manni langar í kakó!