sudurnes.net
Segir Vinnumálastofnun hafa tekið enn eitt hótelið og fjölbýlishús á leigu - Local Sudurnes
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, greinir frá því í pistli á Facebook að Vinnumálastofnun hafi tekið hótel og fjölbýlishús á leigu á Ásbrú. Í pistlinum, sem hefur vakið töluverða athygli, segir Ásmundur að í húsnæðinu megi hýsa allt að 220 manns. Þá segir Ásmundur inniviði sveitarfélagsins, eins og almenningssamgöngur, skóla, heilsugæslu og félagsþjónustu löngu sprungna, í pistlinum, sem sjá má í heild hér fyrir neðan: Reykjanesbær;Íbúum fjölgar um 220 á einum degi.Í lok vikunnar tók Vinnumálastofnun enn eitt hóteli á Ásbrú í leigu. Þar er ekki lengur rekin þjónusta fyrir ferðamenn, starfsfólki sagt upp og þar fá 100 hælisleitendur, 50 pör, heimili. Þá var tekin á leigu blokk þar sem þegar verður komið fyrir 60 kojum fyrir 120 manns. Það eru því alls 220 manns sem fengu húsnæði í Reykjanesbæ í vikunni. Þar eru fyrir á annað þúsund hælisleitendur og húsnæðisekla heimamanna í sögulegum ógöngum.Þetta gerist þrátt fyrir að flestum hefur fundist nóg um fjölda hælisleitenda í bæjarfélaginu og skilningur minn og þeirra sem ég er í sambandi við að ráðamenn hafi sagt húsnæði, inniviði sveitarfélagsins, eins og almenningssamgöngur, skóla, heilsugæslu og félagsþjónustu löngu sprungna.Fjöldi íbúa á Suðurnesjum og fólk með atvinnuleyfi hefur vantað íbúðahúsnæði. Á síðasta ári og það sem af [...]